Vonbrigði Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlaði að fara á ÓL í Tókýó.
Vonbrigði Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlaði að fara á ÓL í Tókýó. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Í mínum draumaheimi þá meiddist ég aldrei,“ sagði Eygló Ósk Gústarfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Í mínum draumaheimi þá meiddist ég aldrei,“ sagði Eygló Ósk Gústarfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Eygló, sem er 26 ára gömul, lagði sundhettuna á hilluna í júní á síðasta ári en hún hefur verið að glíma við meiðsli í mjóbaki frá árinu 2017 sem urðu að lokum til þess að hún ákvað að hætta keppni.

Eygló var kjörin íþróttamaður ársins 2015 en hún vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Netanya í Ísrael í desember 2015, í 100 m baksundi og 200 m baksundi, og varð um leið fyrst íslenskra kvenna til þess að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug.

Þá hafnaði hún í 8. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó 2016 í 200 metra baksundi.

„Ég ætlaði mér á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 og markmiðið var að komast á pall þar,“ sagði Eygló.

„Ég var í frábærri stöðu á heimsvísu og hefði klárlega getað náð ennþá lengra. Þar liggur mesta eftirsjáin.

Meiðslin höfðu það mikil áhrif á mig að ég komst aldrei aftur á þann stað sem ég var komin á.

Ég var bara með það háleit markmið að það dugði mér ekki að fara á öll heimsmeistara- og Evrópumeistaramótin bara til að vera með ef svo má segja,“ sagði Eygló meðal annars.