— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haustið er tími tilhlökkunar hjá bændum og þeirra fólki, því þá fara smalar til fjalla og koma með fé og hross til byggða. Í réttum er ævinlega mikið fjör, dregið í dilka, sungið og rekið heim.
Haustið er tími tilhlökkunar hjá bændum og þeirra fólki, því þá fara smalar til fjalla og koma með fé og hross til byggða. Í réttum er ævinlega mikið fjör, dregið í dilka, sungið og rekið heim. Þetta árið, rétt eins og í fyrra, verða hömlur á hversu margt fólk má koma til rétta, vegna smitvarna og fjöldatakmarkana. Fólk er hvatt til að kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en haldið er til rétta. Fyrstu réttir þessa árs verða nú um helgina. Í dag, föstudag 4. sept., og á morgun, laugardag 5. sept., verður réttað í Borgarhafnarrétt í Suðursveit. Laugardag 4. sept verður réttað í Mýrarrétt í Bárðardal, Hraungerðisrétt og í Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Hraunsrétt í Skutulsfirði, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði, Rugludalsrétt í Blöndudal og í Eyrarrétt í Kollafirði. Sunnudag 5. sept. verður réttað í Hlíðarrétt í Mývatnssveit, Svalbarðsrétt, Tungurétt í Öxarfirði, Vallarétt, Vatnsendarétt, Þverárrétt ytri, Árrétt í Bárðardal, Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, Fjallalækjarselsrétt, Garðsrétt í Þistilfirði, í Kaldárbakkarétt, Teigsrétt og Beinakeldurétt í Húnavatnssýslu. Á vef Bændablaðsins, bbl.is, er að finna lista yfir dagsetningar allra rétta í haust, fjárrétta og stóðrétta.