Eyjar Málið kom upp í Vestmannaeyjum í fyrrinótt.
Eyjar Málið kom upp í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Maður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um kynferðisbrot gegn konu í heimahúsi í fyrrinótt. Bæði eru þau á þrítugsaldri. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

Maður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um kynferðisbrot gegn konu í heimahúsi í fyrrinótt. Bæði eru þau á þrítugsaldri.

Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

Konan var flutt til Reykjavíkur í sjúkraflugi á neyðarmóttöku Landspítalans. Jóhannes segir það vera eðlilegt þegar um kynferðisafbrot er að ræða.

Hann segir þann grunaða hafa verið handtekinn fljótlega eftir að tilkynningin barst lögreglu. Brotaþoli hafi sjálfur tilkynnt atburðinn.

Lögregla kveðst ekki geta veitt nánari upplýsingar um málið.