Hæfileikar Gagnrýnandi The Guardian er ánægður með nýútkomna hlómplötu Víkings.
Hæfileikar Gagnrýnandi The Guardian er ánægður með nýútkomna hlómplötu Víkings. — Morgunblaðið/Einar Falur
Nýjasta plata Víkings Heiðars Ólafssonar, þar sem hann leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og samtímamenn hans og ber titilinn Mozart and Contemporaries , kemur úr í dag hjá útgáfurisa klassískrar tónlistar, Deutsche Grammophon.

Nýjasta plata Víkings Heiðars Ólafssonar, þar sem hann leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og samtímamenn hans og ber titilinn Mozart and Contemporaries , kemur úr í dag hjá útgáfurisa klassískrar tónlistar, Deutsche Grammophon. Víkingur setur níu af styttri verkum Mozarts í áhugavert samhengi þegar hann stillir þeim upp við hlið verka eftir Baldassare Galuppi, Carl Philipp Emmanuel Bach, Domenico Cimarosa og Joseph Haydn.

Umsagna um plötuna er beðið með eftirvæntingu og hafa einstaka verið birtar nú þegar. Fiona Maddocks hjá The Guardian lýsir hrifningu sinni af plötunni og segir hana vera í sama gæðaflokki og fyrri verk Víkings. David McDade, gagnrýnandi hjá MusicWeb International, segist munu verða hlessa ef plata Víkings muni ekki þykja einn af hápunktum ársins í píanóheiminum. Hann segir Víking sýna andstæðu meðalmennskunnar og að þessi nýja plata sýni vel hvaða hæfileikum hann sé gæddur.