Mark Raheem Sterling og Harry Kane skoruðu báðir í Búdapest.
Mark Raheem Sterling og Harry Kane skoruðu báðir í Búdapest. — AFP
Englendingar unnu sannfærandi sigur á Ungverjum í Búdapest, 4:0, í undankeppni HM karla í fótbolta í gærkvöld og eru með 12 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína.
Englendingar unnu sannfærandi sigur á Ungverjum í Búdapest, 4:0, í undankeppni HM karla í fótbolta í gærkvöld og eru með 12 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. Framkoma ungverskra áhorfenda í garð hörundsdökkra leikmanna Englands setti ljótan svip á leikinn og kann að hafa einhver eftirmál. Mörkin komu öll í seinni hálfleik, Raheem Sterling, Harry Kane og Harry Maguire komu Englandi í 3:0 eftir 70 mínútna leik og Declan Rice innsiglaði sigurinn með marki undir lokin.