Gísli Örn Garðarsson
Gísli Örn Garðarsson
Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð var valin sú besta á hátíðinni Series Mania í Lille í Frakklandi í fyrradag, að því er fram kemur á vef RÚV. Leikstjórar hennar eru Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og María Reyndal.

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð var valin sú besta á hátíðinni Series Mania í Lille í Frakklandi í fyrradag, að því er fram kemur á vef RÚV. Leikstjórar hennar eru Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og María Reyndal. Segir í fréttinni að hátíðin sé ein sú virtasta í Evrópu á sviði leikinna sjónvarpsþátta. Vesturport framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, sjónvarpsstöðina ARTE og Turbine Studios. Þættirnir eru átta talsins og fjalla með dramatískum hætti um áhrif kvótakerfisins á lítið sjávarþorp. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV á annan í jólum.

Gísli Örn tók við verðlaununum fyrir Vesturport og var dóttir hans, Rakel María, með í för.