Gríska tónskáldið Mikis Theodorakis er látið, 96 ára að aldri.
Theodorakis varð heimsþekktur fyrir tónlist sína við kvikmyndina Grikkjann Zorba þar sem Anthony Quinn steig eftirminnilega gleðidans í flæðarmálinu með Alan Bates.
Líf Theodorakis var hins vegar enginn dans á rósum, eins og segir á vef NRP. Hann var fangelsaður og pyntaður oftar en einu sinni, fyrst á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hann var í andspyrnuhreyfingu gegn hernámsliði Þjóðverja og Ítala og síðar sem andstæðingur herforingjastjórnarinnar í Grikklandi sem bannaði tónverk hans. Theodorakis samdi tónlist við fleiri kvikmyndir, m.a. Serpico og samdi mikinn fjölda annars konar verka, m.a. fyrir sínfóníuhljómsveitir, kammersveitir, ballett og óperu.