— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var sett í Silfurbergi í Hörpu í gær.
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var sett í Silfurbergi í Hörpu í gær. Á sama tíma var undirritaður samningur um nýsmíði á þremur björgunarskipum sem er mikilvægt fyrsta skref á þeirri vegferð félagsins að endurnýja öll björgunarskipin í kringum landið. Fulltrúar finnsku skipasmíðastöðvarinnar KEWATEC voru viðstaddir athöfnina ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Á myndinni er einnig Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar.