Seigla Okkar bestu menn í málmi og sérlegir vinir Lesbókar, Anvil, sitja ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn en í byrjun vikunnar upplýsti söngvari sveitarinnar, Lips eða Vari, á samfélagsmiðlinum Twitter að þeir félagar hefðu lokið við upptökur á...
Seigla Okkar bestu menn í málmi og sérlegir vinir Lesbókar, Anvil, sitja ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn en í byrjun vikunnar upplýsti söngvari sveitarinnar, Lips eða Vari, á samfélagsmiðlinum Twitter að þeir félagar hefðu lokið við upptökur á nýrri breiðskífu í Þýskalandi, þeirri nítjándu í röðinni. Ekki kom fram hvað hún mun heita eða hvenær hún kemur til með að rata í allar betri plötubúðir en seinasta breiðskífa Anvil kom út í fyrra. „Sturluð lög, öll sem eitt. Hér er um augljósa framþróun að ræða,“ tísti Vari sperrtur. Anvil hefur samviskusamlega reynt að slá í gegn í 43 ár en án árangurs.