Spennandi Fjöldi fólks fylgdist með útsendingu af blaðamannafundi ABBA í fyrradag. Hér má sjá áhorfendur í Grona Lund í Stokkhólmi.
Spennandi Fjöldi fólks fylgdist með útsendingu af blaðamannafundi ABBA í fyrradag. Hér má sjá áhorfendur í Grona Lund í Stokkhólmi. — AFP
Sænska hljómsveitin ABBA er snúin aftur, um 40 árum eftir að hún lagði upp laupana, og tilkynnti á blaðamannafundi í fyrradag að tíu laga plata væri væntanleg í nóvember sem myndi heita ABBA Voyage .

Sænska hljómsveitin ABBA er snúin aftur, um 40 árum eftir að hún lagði upp laupana, og tilkynnti á blaðamannafundi í fyrradag að tíu laga plata væri væntanleg í nóvember sem myndi heita ABBA Voyage . Tvö lög af þeirri plötu hafa þegar verið gefin út og nefnast „I Still Have Faith in You“ og „Don't Shut Me Down“. Var fundi ABBA streymt á netinu og mikill fjöldi fjölmiðlamanna sem fylgdist með sem og aðdáenda hljómsveitarinnar.

ABBA, sem fyrr skipuð þeim Benny Andersson, Agnethu Fältskog, Anni-Frid Lyngstad og Björn Ulvaeus, mun einnig bjóða upp á tónleikaupplifun svokallaða í London. Verður stafrænum útgáfum af fereykinu varpað til hliðar við tíu manna hljómsveit, ef marka má frétt The Guardian , á tónleikastað í Olympic-garðinum sem mun heita ABBA Arena. Geta 3.000 gestir sótt hverja tónleika og verða þeir fyrstu haldnir í maí á næsta ári.