Evrópa Rut Jónsdóttir, t.v., og liðsfélagar hennar eru á leið til Kósovó.
Evrópa Rut Jónsdóttir, t.v., og liðsfélagar hennar eru á leið til Kósovó. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
KA/Þór mætir Istogu frá Kósovó í 2. umferð Evrópubikarkeppni EHF í handknattleik en það bendir allt til þess að báðir leikirnir muni fara fram ytra. Erlingur Kristjánsson, formaður kvennaráðs KA/Þórs, sagði í samtali við Akureyri.
KA/Þór mætir Istogu frá Kósovó í 2. umferð Evrópubikarkeppni EHF í handknattleik en það bendir allt til þess að báðir leikirnir muni fara fram ytra. Erlingur Kristjánsson, formaður kvennaráðs KA/Þórs, sagði í samtali við Akureyri.net að það kæmi betur út fjárhagslega fyrir félagið ef leikirnir færu fram í Kósovó og þá sé það auðveldara í framkvæmd í ljósi sóttvarnareglna hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir fara fram á tímabilinu 16. til 24. október.