74 Guðrún Brá hefur spilað vel í Evrópumótaröðinni að undanförnu.
74 Guðrún Brá hefur spilað vel í Evrópumótaröðinni að undanförnu. — Ljósmynd/LET
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin í 74. sæti á styrkleikalista Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir góðan árangur á Opna Creekhouse-mótinu í Kristianstad í Svíþjóð um nýliðna helgi. Guðrún Brá hafnaði í 24.
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin í 74. sæti á styrkleikalista Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir góðan árangur á Opna Creekhouse-mótinu í Kristianstad í Svíþjóð um nýliðna helgi. Guðrún Brá hafnaði í 24. sæti á mótinu sem er hennar þriðji besti árangur í mótaröðinni en hún var í 84. sæti styrleikalista Evrópumótaraðarinnar fyrir mótið í Svíþjóð. Sex mót eru eftir á keppnistímabilinu og keppir Guðrún næst á Opna svissneska meistaramótinu sem fram fer í þessari viku.