Flakið 298 létust þegar vélin var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu 2014.
Flakið 298 létust þegar vélin var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu 2014. — AFP
Aðstandendur þeirra 298 sem létust, þegar flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014, kröfðust þess að rússnesk stjórnvöld myndu koma lögum yfir þá rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem báru ábyrgð á verknaðinum.

Aðstandendur þeirra 298 sem létust, þegar flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014, kröfðust þess að rússnesk stjórnvöld myndu koma lögum yfir þá rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem báru ábyrgð á verknaðinum.

Réttarhöld standa nú yfir í Hollandi yfir Rússunum Oleg Pulatov, Igor Girkin og Sergei Dubinsky, sem og Úkraínumanninum Leonid Kharchenko, en þeir eru allir sakaðir um morð. Fara réttarhöldin fram að þeim fjarstöddum, og hefur einungis Pulatov ráðið sér lögmann. Gert er ráð fyrir að um 90 fulltrúar fjölskyldna fórnarlambanna muni koma fyrir réttinn á næstu dögum til að bera vitni, en ekki er gert ráð fyrir að dómur falli fyrr en í september á næsta ári í fyrsta lagi.