U21 Mikael Egill er samningsbundinn SPAL í ítölsku B-deildinni.
U21 Mikael Egill er samningsbundinn SPAL í ítölsku B-deildinni. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Mikael Egill Ellertsson og Hjalti Sigurðsson hafa verið kallaðir inn í U21-árs landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Grikklandi í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í Árbænum í dag.
Mikael Egill Ellertsson og Hjalti Sigurðsson hafa verið kallaðir inn í U21-árs landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Grikklandi í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í Árbænum í dag. Mikael var valinn í A-landsliðið á dögunum en hefur ekki komið við sögu í leikjunum gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM. Þeir Mikael og Hjalti koma inn í hópinn fyrir þá Brynjólf Willumsson og Finn Tómas Pálmasson sem meiddust báðir í 2:1-sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á fimmtudag.