Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir undirrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirritun, hvort fyrir sig.
Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir undirrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirritun, hvort fyrir sig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Þar segir einnig, að foreldrar sem séu sammála um lögheimilisflutning barns geti nýtt sér þessa þjónustu sýslumanna sem sé aðgengileg á Ísland.is.