Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
Enginn maður var á sínum tíma duglegri en Gunnar Smári Egilsson, að útmála það fyrir þjóðinni að það mætti engin lög setja um eignarhald stórfyrirtækja á fjölmiðlum, þá væri voðinn vís og sjálft lýðræðið í hættu. Það fór nú eins og það fór.

Enginn maður var á sínum tíma duglegri en Gunnar Smári Egilsson, að útmála það fyrir þjóðinni að það mætti engin lög setja um eignarhald stórfyrirtækja á fjölmiðlum, þá væri voðinn vís og sjálft lýðræðið í hættu. Það fór nú eins og það fór.

Það er því upplýsandi að sjá þann sama handlangara auðvaldsins kominn í framboð á köflóttri skyrtu og auglýsa að hann ætli að „brjóta upp“ eitt tiltekið stórfyrirtæki.

Ekki er minna upplýsandi að sjá hvernig sósíalistaforinginn vill leika pólitíska andstæðinga sína eftir að hann leggur þá að velli. „Það eru aðeins fáein misseri þangað til við munum breyta [sjálfstæðishúsinu] Valhöll í almenningssalerni. Og þá munum við ráða Björn Bjarnason sem klósettvörð.“

Það hafa áður komið fram lýðskrumarar, sem lýsa því hvernig þeir vilji uppræta aðra stjórnmálaflokka og niðurlægja andstæðingana, og sumir þeirra létu verða af því. Þeir hafa hins vegar ekki þótt til fyrirmyndar, jafnvel ekki hjá heittrúuðustu sósíalistum, svona opinberlega, um áratugaskeið.

En það má enginn standa í vegi fyrir sósíalismanum, jafnvel ekki stjórnarskráin eða dómsvaldið.

Þessi frambjóðandi til löggjafarþingsins, hótar því að ef Hæstiréttur dirfist að dæma öðruvísi en hann vill um lögmæti auðlegðarskatts „þá ryðjum við réttinn og byggjum nýtt réttlátt réttarkerfi“.

Ætli nokkur sósíalistaforingi hafi verið jafnberorður fyrir valdatökuna?