Saadi Gaddafí
Saadi Gaddafí
Saadi Gaddafí, þriðji sonur einræðisherrans Moammars Gaddafí, var í gær sleppt úr fangelsi í Trípólí, en þar hafði hann dvalið undanfarin sjö ár.

Saadi Gaddafí, þriðji sonur einræðisherrans Moammars Gaddafí, var í gær sleppt úr fangelsi í Trípólí, en þar hafði hann dvalið undanfarin sjö ár.

Saadi var á sínum tíma þekktur fyrir glysgjarnt líferni og skammlífan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu, en hann keppti á sínum tíma fyrir Perugia í ítölsku úrvalsdeildinni Serie A. Var félagið sakað um að hafa keypt Gaddafí til þess að liðka fyrir samskiptum Ítalíu og Líbíu, og spilaði Gaddafí fáa leiki fyrir félagið.