Hlaupið í Eystri-Skaftárkatli jókst nokkuð hratt eftir hádegi í gær eftir að hlaupvatn byrjaði að mælast við Sveinstind, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Um kl. 20 mældist svo rennsli við Eldvatn í Skaftá rétt undir 240 rúmmetrar á sekúndu. Upp úr kl.

Hlaupið í Eystri-Skaftárkatli jókst nokkuð hratt eftir hádegi í gær eftir að hlaupvatn byrjaði að mælast við Sveinstind, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Um kl. 20 mældist svo rennsli við Eldvatn í Skaftá rétt undir 240 rúmmetrar á sekúndu. Upp úr kl. 22 virtist hafa hægst á vextinum við Sveinstind og var mitt á milli þess sem mældist árið 2015 og 2018, séu hlaupin borin saman.

Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að hámarkið á hlaupinu yrði ekki fyrr en í kvöld eða nótt. Þá næði það hámarki við hringveginn. Hlaupið væri því seinna á ferðinni en upphaflega var gert ráð fyrir.

Lögreglan á Suðurlandi lokaði fjórum hálendisleiðum frá kl. 19 í gærkvöldi og ferðamenn voru beðnir um að yfirgefa svæðið. Þá var einnig fólk vestan Hólaskjóls beðið um að rýma í átt að Landmannalaugum. Ástæðan er sögð vera sú að brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess gæti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi.

Horfa á málningu þorna

Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sagði björgunarsveitina vel viðbúna. „Ef þetta verður stórt hlaup er mögulegt að við verðum kallaðir út,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að horfa á málningu þorna því það tekur rétt tæpan sólarhring fyrir hlaupið að koma sér í þá stöðu að vera til vandræða.“ 4