Nantes Viktor er á leið til Frakklands eftir þrjú ár í Danmörku.
Nantes Viktor er á leið til Frakklands eftir þrjú ár í Danmörku. — AFP
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er á leið til Frakklands á næsta keppnistímabili og mun ganga til liðs við stórlið Nantes.
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er á leið til Frakklands á næsta keppnistímabili og mun ganga til liðs við stórlið Nantes. Viktor Gísli mun skrifa undir þriggja ára samning við franska félagið en hann er samningsbundinn GOG í Danmörku í dag. Viktor Gísli er að hefja sitt þriðja tímabil með GOG en samningur hans í Danmörku rennur út næsta sumar. Viktor Gísli varð 21 árs í sumar og hefur á umliðnum árum verið álitinn einn efnilegasti markvörður í heimi.