Einfalt og flókið.

Einfalt og flókið. N-Allir

Norður
ÁK108
93
Á74
ÁK98

Vestur Austur
G763 D95
ÁK852 10764
D 862
D75 1062

Suður
42
DG
KG10953
G43

Suður spilar 5.

„Ég er hrifnari af einföldu leiðinni – það er alltaf vont að þurfa að giska.“ Fuglarnir voru að velta fyrir sér bestu spilamennsku í tígulgeimi frá síðasta keppnisdegi EM. Yfirleitt tók vestur tvo slagi á ÁK og skipti svo yfir í tromp eða spaða.

Það sem Óskar ugla kallar „einföldu leiðina“ var líka sú algenga: Menn einangruðu strax spaðavaldið með ÁK og stungu, tóku svo trompin í botn og þvinguðu vestur með hæsta spaða og laufdrottningu. Þvingunin virkar bara á vestur, en eins og Óskar bendir réttilega á: staðan er skýr.

„Flókna leiðin“ felst í því að bíða með spaðann og taka strax öll trompin nema eitt. Blindur á þá eftir ÁK108 og ÁK. Nú er sama hvor mótherjinn valdar svörtu litina, þvingunin virkar á hvorn þeirra sem er. Gallinn er hins vegar sá að sagnhafi hefur ekki fullkomna talningu og þarf að giska á rétta framhaldið.