Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Dregið verður í dag til 2. umferðar í Evrópudeild karla í handknattleik og verða Íslandsmeistarar Vals í skálinni. Valur er í neðri styrkleikaflokki og mun fá andstæðing úr efri styrkleikaflokki.

Dregið verður í dag til 2. umferðar í Evrópudeild karla í handknattleik og verða Íslandsmeistarar Vals í skálinni.

Valur er í neðri styrkleikaflokki og mun fá andstæðing úr efri styrkleikaflokki. Þar er að finna nokkur þekkt handboltalið og leika Íslendingar með þremur þeirra.

Valur getur til að mynda mætt Rhein-Neckar Löwen en þar leikur uppalinn Valsari, Ýmir Örn Gíslason, sem er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins.

Einnig eru þýsku bikarmeistararnir í Lemgo á meðal þeirra liða sem Valur getur mætt en helsti markaskorari liðsins er Bjarki Már Elísson.

Franska liðið Aix verður einnig í skálinni en liðið kom skemmtilega á óvart í Frakklandi síðasta vetur. Með Aix leikur örvhenta skyttan Kristján Örn Kristjánsson.

Valur getur einnig mætt eftirtöldum liðum:

RK Nexe frá Króatíu

Mors-Thy frá Danmörku

Ademar Leon frá Spáni

Granollers frá Spáni

Nimes frá Frakklandi

Füchse Berlín frá Þýskalandi

Wisla Plock frá Póllandi

Sporting frá Portúgal

Malmö frá Svíþjóð.