Keflavík tekur á móti Haukum í fjórðungsúrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Blue-höllinni í Keflavík hinn 11. september en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardal í gær.

Keflavík tekur á móti Haukum í fjórðungsúrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Blue-höllinni í Keflavík hinn 11. september en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardal í gær.

Þá mætir Stjarnan Íslandsmeisturum Vals í Mathús Garðabæjar-höllinni í Garðabæ og ÍR tekur á móti Njarðvík í Seljaskóla. Fjölnir, sem vann 83:55-stórsigur gegn Breiðabliki í Dalhúsum í Grafarvogi í sextán-liða úrslitunum í gær, fer beint áfram í undanúrslitin og mætir annaðhvort ÍR eða Njarðvík 15. september í Dalhúsum í Grafarvogi.

Í bikarkeppni karla hefjast sextán liða úrslitin í dag en í fjórðungsúrslitum mætast annaðhvort Tindastóll eða Álftanes liði Hattar eða Keflavíkur. Þá mætir Stjarnan eða KR liði Grindavíkur eða Breiðabliks.

Njarðvík eða Valur mætir svo Haukum og þá mætir Vestri eða Sindri liði ÍR eða Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn.

Undanúrslitin karlamegin fara fram 16. september en úrslit bikarkeppninnar fara fram í Smáranum laugardaginn 18. september. Dráttinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport.