30 ára Hafrún fæddist á Húsavík þar sem hún býr enn. „Ég átti mjög góða hefðbundna æsku enda er mjög barnvænt og gott að alast upp á Húsavík.“ Hafrún spilaði fótbolta með Völsungi frá því hún var sex ára og var toppkona í boltanum.
30 ára Hafrún fæddist á Húsavík þar sem hún býr enn. „Ég átti mjög góða hefðbundna æsku enda er mjög barnvænt og gott að alast upp á Húsavík.“ Hafrún spilaði fótbolta með Völsungi frá því hún var sex ára og var toppkona í boltanum. Hún spilaði með KR eitt keppnistímabil og fór út á reynslu til Noregs og var boðinn samningur en var ekki tilbúin að yfirgefa heimaslóðirnar. Eftir grunnskólann fór hún í Framhaldsskólann á Húsavík, fer þaðan í háskólann í Akureyri og útskrifast með meistaragráðu í lögfræði árið 2016. Á Akureyri spilaði Hafrún með Þór-KA frá 2012-2014. Hafrún kynntist manninum sínum árið 2013 á Akureyri og þau fluttu til Húsavíkur eftir að hún útskrifaðist, en þar var Hafrún að fara að spila með Völsungi. „Hann er smiður og við erum búin að kaupa okkur hús og eigum tvö börn.“ Hafrún fór að vinna hjá Landsbankanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi, en er núna í barnsburðarleyfi.

Fjölskylda Sambýlismaður Hafrúnar er Jónas Hallgrímsson smiður, f. 31.1. 1990. Þau eiga börnin Eið, f. 2017, og Kötlu, f. 2021. Foreldrar Hafrúnar eru Olgeir Sigurðsson sjómaður, f. 15.11. 1963, og Jakobína Gunnarsdóttir, stuðningsfulltrúi í barnaskólanum á Húsavík, f. 30.9. 1961. Þau búa á Húsavík.