Kópavogur Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og skólastjórar tóku við hugmyndum nemenda í gær um draumaskóla þeirra á Kársnesinu.
Kópavogur Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og skólastjórar tóku við hugmyndum nemenda í gær um draumaskóla þeirra á Kársnesinu.
Nemendur úr Kársnesskóla og leikskólabörn komu saman í hádeginu í gær ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn Kópavogs og fulltrúum Kársnesskóla í tilefni þess að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Kársnesskóla við Skólagerði.

Nemendur úr Kársnesskóla og leikskólabörn komu saman í hádeginu í gær ásamt bæjarstjóra, bæjarstjórn Kópavogs og fulltrúum Kársnesskóla í tilefni þess að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Kársnesskóla við Skólagerði.

Í tilefni dagsins færðu fulltrúar barna í 1. bekk og fulltrúar leikskólabarna bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, myndir af draumaskólanum sínum. Þá tók kór Kársnesskóla lagið ásamt leikskólabörnum og börnum úr 1. bekk.

Nýr skóli við Skólagerði mun hýsa leikskóla og nemendur í 1. til 4. bekk Kársnesskóla. Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun árið 2023.

Kársnesskóli var rýmdur vorið 2017 vegna raka- og mygluskemmda og var afráðið að rífa húsnæði skólans og byggja nýtt. Skipaður var stýrihópur sem m.a. vann þarfagreiningu fyrir nýtt skólahúsnæði. Niðurstaðan var að byggja hús úr timbri. Verður það fyrsta skólahúsnæði landsins sem verður Svansvottað. Mannvit sá um hönnun í samstarfi við Batteríið.