Gilfélagið fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því þáðu liðsmenn Populus Tremula að gera endurkomu hinum megin í Listagilinu á Akureyri, í Deiglunni, og halda skemmtun í anda Populus-áranna frá 2004-2014, eins og segir í tilkynningu.
Gilfélagið fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því þáðu liðsmenn Populus Tremula að gera endurkomu hinum megin í Listagilinu á Akureyri, í Deiglunni, og halda skemmtun í anda Populus-áranna frá 2004-2014, eins og segir í tilkynningu. Á þeim tíu árum réð ríkjum í kjallaranum undir Listasafninu hópur manna á ýmsum aldri sem kölluðu félagsskapinn og starfsstöðina Populus Tremula og voru þeir reiðubúnir að skemmta sér og öðrum og fá í lið með sér fjölda listamanna, með fjölbreytilegum uppákomum, myndlistarsýningum, tónleikum af flestu tagi og ljóðalestri, segir þar. Undir hverri auglýsingu um kvöldskemmtanir stóð að malpokar væru leyfðir og verður nú slíkt kvöld haldið og hefst klukkan 21. Aðgangur er ókeypis.