Lilju Birgisdóttir opnar sýninguna Ilmur landslags í NORR11 á Hverfisgötu 18 í dag kl. 14. Á sýningunni skoðar Lilja plöntur og gróður og þann ilm sem þeim fylgir, segir í tilkynningu, og sýnir ljósmyndir sem eru nokkurs konar portrett af blómunum þar sem hún velur liti plantnanna út frá upplifun sinni á ilminum sem er af blóminu.
Samhliða ljósmyndunum hefur Lilja gert ilm úr plöntunum sem veitir áhorfandanum innsýn í lykt þeirra og tengir áhorfandann við efnislegan heim þeirra. Á sýningunni má einnig sjá ljósmyndir af litlausu sólarlagi og er fjarvera litanna sögð fá áhorfandann til að upplifa skýjagljúfur og sólarlag með öðrum hætti en í raunveruleikanum. Lilja lauk námi í ljósmyndun í Hollandi árið 2007 og BA-námi við LHÍ árið 2010. Sýningarstjóri er Elísabet Alma Svendsen.