Ég fylgdist með Daníel Þór Ingasyni í hluta leiksins gegn Kiel í fyrstu umferð þýsku bundesligunnar í handknattleik í vikunni. Daníel lék þá fyrsta leik sinn í efstu deild í Þýskalandi en hann fór til Balingen í sumar.
Ég fylgdist með Daníel Þór Ingasyni í hluta leiksins gegn Kiel í fyrstu umferð þýsku bundesligunnar í handknattleik í vikunni. Daníel lék þá fyrsta leik sinn í efstu deild í Þýskalandi en hann fór til Balingen í sumar.

Varla er hægt að fá meiri eldskírn en að mæta Kiel á útivelli í frumrauninni. Sjálfur hef ég farið á völlinn í Kiel og stemningin í höllinni er mögnuð.

Miðað við framgöngu Daníels í leiknum verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar í Þýskalandi. Hann lék í miðri vörninni og þurfti að glíma við leikmenn á borð við Sagosen og Duvnjak. Þegar liðið fór í hraðar sóknir sótti Daníel af krafti á vörnina og var áræðinn.

er ég enginn sérstakur áhugamaður um Daníel Þór Ingason. En upp í hugann kemur sú tilhugsun að breiddin í íslenska landsliðinu sé að verða nokkuð góð þegar öflugir varnarmenn eru annars vegar.

Á síðustu árum hafa stöðurnar í miðri vörninni í landsliðinu stundum verið stöður sem erfitt hefur verið að manna með góðu móti. Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson áttu góða leiki á síðasta stórmóti og lofa mjög góðu. Daníel öðlast nú reynslu í Þýskalandi sem og Elvar Örn Jónsson sem kominn er til Melsungen. Þar leikur einnig Arnar Freyr Arnarsson sem hefur burði til að verða mjög góður. Auk þess er Sveinn Jóhannsson einnig inni í myndinni.

Í handboltanum er geysilega mikið atriði að vörnin sé sterk og þá ekki síst fyrir miðju. Ef þessir menn halda áfram að bæta sig getur landsliðið að mínu viti orðið mjög gott.