Dilkur Féð frá bænum var dregið í þennan dilk í Staðarrétt í gær.
Dilkur Féð frá bænum var dregið í þennan dilk í Staðarrétt í gær. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Ég verð í mörg, mörg ár að ná upp öðrum eins hóp,“ segir Elvar Eylert Einarsson, sem ásamt konu sinni, Fjólu Viktorsdóttur, er bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Riðuveiki kom upp á bænum fyrir helgi en þar eru um 1.

„Ég verð í mörg, mörg ár að ná upp öðrum eins hóp,“ segir Elvar Eylert Einarsson, sem ásamt konu sinni, Fjólu Viktorsdóttur, er bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.

Riðuveiki kom upp á bænum fyrir helgi en þar eru um 1.500 fjár, fullorðið fé og lömb. Syðra-Skörðugil var afurðahæsta búið í Skagafirði í fyrra og hlutu þau hjónin viðurkenningu fyrir það. Auk þess var Syðra-Skörðugil með hæstu meðalvigtina fyrir svo stórt bú, 19 kíló í meðalvigt. Tjónið er því mikið.

Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun fyrir helgi sagðist stofnunin vinna að því að meta umfang smitsins og nauðsynlegar aðgerðir. Elvar reiknar með að hlutirnir skýrist í vikunni en sjálfur hefur hann haft lítinn tíma til að hugsa málið enda verið í göngum síðastliðna tvo daga. Hann segist ekki munu skera niður fé hjá sér fyrr en samningaviðræður fari í gang.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að óskað hafi verið eftir því að bótaferli vegna niðurskurðar verði hraðað enda séu bætur of lengi að berast. Bændur hafi ekki bara gagnrýnt seinagang heldur einnig að einungis ákveðnar bætur fáist greiddar. Þannig fást bætur fyrir jarðvegsskipti og efnisskipti en ekki fyrir vinnu. „Bændur hafa bent á þetta ítrekað,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. 4