Söngtónleikar verða haldnir í kvöld kl. 19.30 í tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi. Á þeim koma fram messósópransöngkonan Karin Björg Torbjörnsdóttir og litháíski píanóleikarinn Gaiva Bandzinaite.
Söngtónleikar verða haldnir í kvöld kl. 19.30 í tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi. Á þeim koma fram messósópransöngkonan Karin Björg Torbjörnsdóttir og litháíski píanóleikarinn Gaiva Bandzinaite. Munu þær bjóða í litríkt tónlistarferðalag um hæðir og dali hjartans í fallegri samsetningu ljóða, aría og kantata en þungamiðja tónleikanna eru verk eftir Haydn, Ravel, Frumerie og Duparc og yrkisefnin hjartaþrá, sorg, ást og von. Verður því sungið á ítölsku, frönsku og sænsku.