— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Lið rithöfunda hafði betur á móti liði útgefenda í knattspyrnuleik liðanna á laugardag. Leikurinn var hluti af dagskrá Bókmenntahátíðarinnar.
Lið rithöfunda hafði betur á móti liði útgefenda í knattspyrnuleik liðanna á laugardag. Leikurinn var hluti af dagskrá Bókmenntahátíðarinnar. Staðan í leikslok var 6-3 fyrir rithöfunda en fyrirliði útgefenda, Anna Lea Friðriksdóttir, segir rithöfundana hafa unnið í krafti fjöldans. Útgefendurnir voru aðeins með einn varamann en rithöfundarnir átján og útgefendur því uppgefnir. Slagorð rithöfunda var „Skáld eru aldrei rangstæð“. Anna Lea kveður höfundana hafa verið rangstæða allan leikinn en að dómarinn hafi aldrei dæmt.