Samið Björn Ingi, Jóna og Rannveig við undirritun samningsins.
Samið Björn Ingi, Jóna og Rannveig við undirritun samningsins.
Barna- og unglingasýningar Þjóðleikhússins munu verða nýttar í kennsluefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun útbúa í samstarfi við fræðsludeild leikhússins, að því er fram kemur í tilkynningu frá leikhúsinu.

Barna- og unglingasýningar Þjóðleikhússins munu verða nýttar í kennsluefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun útbúa í samstarfi við fræðsludeild leikhússins, að því er fram kemur í tilkynningu frá leikhúsinu.

Hafa þau tekið höndum saman um gerð kennsluefnis fyrir börn og unglinga sem mun byggjast á barna- og unglingasýningum Þjóðleikhússins sem eru í sýningu hverju sinni og nýtast vel til að auka læsi ungmenna á leiklist og bæta aðgengi þeirra að leikhúsi. Kennsluefnið er hugsað jöfnum höndum fyrir almenna kennara og leiklistarkennara, eins og segir í tilkynningunni.

Björn Ingi Hilmarsson frá fræðsludeild Þjóðleikhússins og Jóna Guðrún Jónsdóttir og dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir frá leiklistarkjörsviði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, skrifuðu undir samstarfssamning um verkefnið í síðustu viku.

Þær sýningar sem um ræðir þetta leikárið eru m.a. Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson, Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson og Ég get eftir Peter Engkvist.