Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur sóttvarnalæknis á morgun, þriðjudag, og sagði Svandís í gær að ekki væri tímabært að ræða innihald minnisblaðsins. Búist er við því að frekari tilslakanir verði kynntar að ríkisstjórnarfundi loknum.

Alls greindust 46 smit á föstudag og laugardag, 31 á föstudag og 15 á laugardag. Færri sýni eru yfirleitt tekin um helgar en aðeins um 1.500 voru tekin á laugardag. Í gær var 14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa 154,6 og stendur það í stað. Nýgengi smita á landamærum er nú 6. Í gær voru 776 í sóttkví, 397 í einangrun og 490 í skimunarsóttkví. Fyrir helgi voru sex á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu.