Eldgosið í Geldingadölum vaknaði af værum blundi aðfaranótt laugardags og braut kvika sér aftur leið upp á hraunyfirborðið. Aðfaranótt sunnudags var eldgosið í fullu fjöri og lýsti upp himininn yfir Reykjanesi.

Eldgosið í Geldingadölum vaknaði af værum blundi aðfaranótt laugardags og braut kvika sér aftur leið upp á hraunyfirborðið. Aðfaranótt sunnudags var eldgosið í fullu fjöri og lýsti upp himininn yfir Reykjanesi.

Gosið hafði legið í dvala í um viku þegar það fór aftur af stað. Sérfræðingar segjast ekki vita með vissu hvers vegna eldgosið tók sér hlé eða hvers vegna það fór aftur af stað. Margir lögðu leið sína að gosstöðvunum á laugardag. Í gær, sunnudag, var mælst til þess að fólk gengi ekki að gosinu vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir tóku gildi um miðjan dag í gær og eru í gildi þar til síðdegis í dag.