— AFP
Ljósminnisvarðinn um tvíburaturnana lýsti upp himin New York-borgar á laugardagskvöld. Þá voru 20 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001, daginn sem breytti bandarísku samfélagi til frambúðar.

Ljósminnisvarðinn um tvíburaturnana lýsti upp himin New York-borgar á laugardagskvöld. Þá voru 20 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001, daginn sem breytti bandarísku samfélagi til frambúðar.

Til vinstri má sjá One World Trade Center-turninn eða „Frelsisturninn“. Turninn er hæsta bygging Bandaríkjanna og var byggður til þess að sýna fram á að New York gæti staðist þolraunir og horft til framtíðar. Ground Zero-minnisvarðinn þar sem finna má ljóskastarana er sagður tákna tómarúmið sem myndaðist við árásirnar en Frelsisturninn tákna það jákvæða. Fyrir miðju má síðan sjá upplýsta Frelsisstyttuna, tákn frelsis, lýðræðis og réttlætis.