[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag Köbenhavn þegar liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær en leiknum lauk með 2:0-sigri Köbenhavn. Ísak kom inn á sem varamaður á 68.

*Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag Köbenhavn þegar liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær en leiknum lauk með 2:0-sigri Köbenhavn. Ísak kom inn á sem varamaður á 68. mínútu en hann gekk til liðs við danska félagið frá Norrköping í Svíþjóð á dögunum. Andri Fannar Baldursson kom einnig inn á sem varamaður hjá Köbenhavn á 82. mínútu en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig eftir átta leiki.

* Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad þegar liðið tók á móti Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Kristianstad en Sveindís lék allan leikinn með sænska liðinu, líkt og landsliðskonan Sif Atladóttir . Kristianstad er með 24 stig í fimmta sæti deildarinnar en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

*Bandaríski framherjinn Callum Lawson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Vals og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili. Lawson, sem er 198 sentimetrar á hæð, var síðast á mála hjá Þór frá Þorlákshöfn þar sem hann lék frábærlega og skoraði 14 stig, tók átta fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá var hann lykilmaður í liði Þórsara sem urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins síðasta vor.

* Mikael Neville Anderson reyndist hetja AGF þegar liðið tók á móti Vejle í botnslag dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri AGF en Mikael skoraði sigurmark leiksins á 60. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sóknarmaðurinn gekk til liðs við AGF á dögunum frá Midtjylland og var að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið en þetta var fyrsti sigur AGF á tímabilinu. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn hjá AGF en liðið er í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.

* Viðar Ari Jónsson s koraði sitt áttunda mark í átján leikjum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar lið hans Sandefjord vann 3:0-heimasigur gegn Vålerenga í knattspyrnu í gær. Þetta var jafnframt sjötta mark Viðars í síðustu tíu leikjum og þá hefur hann einnig lagt upp fjögur mörk fyrir liðsfélaga sína það sem af er tímabili. Sandefjord er í tíunda sæti deildarinnar með 24 stig og hefur Viðar Ari verið lykilmaður í liðinu á tímabilin u.

* Glódís Perla Viggósdóttir , landsliðs kona í knattspyrnu, var á skotskónum fyrir Þýskalandsmeistara Bayern München þegar liðið vann 4:0-heimasigur gegn Freiburg í þýsku 1. deildinni á laugardag. Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en þetta var hennar fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir félagið eftir að hafa gengið til liðs við Bayern München frá Roseng ård í júlí. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern München en liðið er með 9 stig eða fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

*Bandaríski skotbakvörðurinn Brian Halums e r genginn til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Brian, sem er 23 ára gamall, kemur til félagsins frá Al-Fateh í Sádi-Arabíu þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Keflavík varð deildarmeistari á síðustu leiktíð en tapaði fyrir Þór frá Þorlákshöfn í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

*Danski sóknarmaðurinn Wessam Abou Ali , leikmaður Vendsyssel, hneig niður í leik liðsins gegn Íslendingaliðinu Lyngby þegar liðin mættust í dönsku B-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Um klukkutími var liðinn af leiknum þegar Abou Ali hneig niður á vellinum og var í kjölfarið fluttur með hraði í sjúkrabíl á spítala. Í kjölfarið var leikurinn flautaður af og er óvíst hvenær honum verður haldið áfram. Freyr Alexandersson er þjálfa ri Lyngby og þeir Sævar Atli Magnússon og Fredrik Schram eru á mála hjá liðinu.

*Enski tennisleikarinn Emma Raducanu s kráði sig í sögubækurnar þegar hún vann ótrúlegan sigur á Opna bandaríska mótinu á laugardaginn. Raducanu er aðeins 18 ára gömul og vann sinn fyrsta risatitil án þess að tapa setti á öllu mótinu. Hún mætti hinni 19 ára gömlu Leyluh Fernandez frá Kanada í úrslitunum í gær og vann fyrra settið 6:4 og það síðara 6:3. Raducanu er fyrsti tennisleikarinn í sö gu opins tennismóts sem vinnur risatitil eftir að hafa farið í gegnum undankeppni. Hún er um leið yngsti Bretinn til að vinna risatitil og fyrsta breska konan sem vinnur slíkan titil í 44 ár, eða síðan Virginia Wade gerði það árið 1977.