Arnar Pétursson hefur gert nýjan þriggja ára samning við HSÍ um áframhaldandi þjálfun kvennalandsliðsins í handknattleik.
Arnar Pétursson hefur gert nýjan þriggja ára samning við HSÍ um áframhaldandi þjálfun kvennalandsliðsins í handknattleik. Hann segir hreyfinguna þurfa að horfast í augu við þá stöðu að íslenska liðið sé eins og sakir standa töluvert á eftir tuttugu bestu landsliðunum. Með því sé hægt að bregðast við vandanum og sækja fram. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segist Arnar vilja sjá liðið taka stórstígum framförum á næstu árum. Smám saman gæti verið hægt að koma liðinu aftur í þá stöðu að komast inn á stórmót. 23