— AFP
Hljóðsnælda með áður óþekktu lagi, „Radio Peace“ eftir Bítilinn John Lennon, var boðin upp í gær í Kaupmannahöfn og seldist hún á 370.000 danskar krónur, eða sem nemur tæpri sjö og hálfri milljón ísl. kr. Upptakan af Lennon var gerð 5.

Hljóðsnælda með áður óþekktu lagi, „Radio Peace“ eftir Bítilinn John Lennon, var boðin upp í gær í Kaupmannahöfn og seldist hún á 370.000 danskar krónur, eða sem nemur tæpri sjö og hálfri milljón ísl. kr.

Upptakan af Lennon var gerð 5. janúar 1970, en þá var hann staddur ásamt eiginkonu sinni Yoko Ono á Jótlandi, þar sem fyrrverandi maður hennar hafði flust þangað ásamt Kyoko, dóttur þeirra. Fjórir táningsstrákar sóttust þá eftir viðtali við Lennon fyrir skólablaðið sitt og fengu.

Tóku þeir upp um 33 mínútur af efni, þar sem Lennon ræddi m.a. ímynd sína í Bítlunum, hár sitt og friðarherferð hans og Yoko. Karsten Hojen, einn af eigendum snældunnar, sagði að allt við viðtalið hefði verið voða heimilislegt, þar sem Lennon hefði verið með fæturna í ullarsokkum uppi á borði meðan hann talaði.