Veitingastaðurinn Hnoss í Hörpu opnaði með pompi og prakt í ágúst.
Veitingastaðurinn Hnoss í Hörpu opnaði með pompi og prakt í ágúst. — Morgunblaðið/Baldur
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Veitingageirinn Veitingastaðurinn Hnoss, sem opnaði á jarðhæð Hörpu þann 27. ágúst, hefur hlotið frábærar viðtökur, að sögn Stefáns Viðarssonar veitingamanns, sem er einn eigenda Hnoss.

Veitingageirinn Veitingastaðurinn Hnoss, sem opnaði á jarðhæð Hörpu þann 27. ágúst, hefur hlotið frábærar viðtökur, að sögn Stefáns Viðarssonar veitingamanns, sem er einn eigenda Hnoss.

„Okkur hefur verið tekið ótrúlega vel og þetta hefur verið ævintýralega gaman,“ segir hann. Til stóð að opna veitingastaðinn á menningarnótt, 21. ágúst sl., en það gekk ekki eftir að sögn Stefáns. En svo var menningarnótt aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

„Í staðinn opnuðum við helgina á eftir og hoppuðum beint í djúpu laugina með tvöföldum Helga Björns. Hann var með ferna tónleika í Hörpunni þessa helgi og sóttu hátt í 1.000 manns hverja tónleika. Þá var alveg brjálað að gera,“ segir Stefán.

Eigendur Hnoss hafi ekki hikað við að hefja reksturinn í miðjum faraldri. Staðurinn hafi verið vel sóttur frá byrjun enda staðsetningin góð.

Tengjast miðbænum

„Með tilkomu Austurhafnar, allra nýbygginganna í nágrenninu og nýja hótelsins, sem verður senn opnað, er Harpan nú fyrst að tengjast miðbænum almennilega og því leggur fleira fólk leið sína þangað.“

Enn sem komið er eru flestir gesta Hnoss íslenskir. „Það er þó talsvert af útlendingum sem dettur hér inn á morgnana, í hádeginu og kaffitímanum,“ segir Stefán að síðustu. unnurfreyja@mbl.is