Grímseyingar samþykktu á fundi á mánudagskvöld að þiggja ekki að gjöf kirkju sem er staðsett við hliðina á slökkviliðsstöðinni á Keflavíkurflugvelli.

Grímseyingar samþykktu á fundi á mánudagskvöld að þiggja ekki að gjöf kirkju sem er staðsett við hliðina á slökkviliðsstöðinni á Keflavíkurflugvelli.

Söfnun hefur staðið yfir fyrir nýrri kirkju eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna í síðustu viku og mun hún halda áfram, en ekki er vitað hvað ný kirkja mun kosta.

„Því miður hentaði hún okkur ekki en þetta var ótrúlega flott og rausnarlegt boð hjá þeim,“ segir Alfreð Garðarsson, formaður sóknarnefndar Miðgarðasóknar í Grímsey, og á þar við starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli sem bauð þeim kirkjuna.