— Morgunblaðið/Unnur Karen
Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, var borin til grafar frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Sigfinnur Þorleifsson jarðsöng. Þorleifur Hauksson, Guðrún Hannesdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir fóru með minningarorð.

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, var borin til grafar frá Hallgrímskirkju í gær.

Séra Sigfinnur Þorleifsson jarðsöng. Þorleifur Hauksson, Guðrún Hannesdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir fóru með minningarorð. Arnar Jónsson las úr ljóðum Vilborgar.

Kistuna báru (frá vinstri) Bergur Þorgeirsson, Árni Hjartarson, Skúli Skúlason, Gunnar Örn Guðmundsson, Vilborg Egilsdóttir, Víglundur Gunnarsson, Sunna Rún Pétursdóttir og Edda Þorgeirsdóttir.

Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18. júlí 1930 og lést á líknardeild Landspítala 16. september.