Drjúgur Vilius Rasimas átti stórleik í marki Selfoss í gærkvöldi.
Drjúgur Vilius Rasimas átti stórleik í marki Selfoss í gærkvöldi. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Selfoss vann sterkan 27:23 sigur gegn FH í úrvalsdeild karla í handknattleik á Selfossi í gærkvöldi.

Selfoss vann sterkan 27:23 sigur gegn FH í úrvalsdeild karla í handknattleik á Selfossi í gærkvöldi.

Þar munaði mestu um Litháann Vilius Rasimas sem fór á kostum í marki Selfoss og varði alls 18 skot af 41 sem hann fékk á sig, sem er rétt tæplega 44 prósent varsla.

Eftir afleita byrjun þar sem FH komst í 1:5 eftir um 10 mínútur unnu Selfyssingar sig vel inn í leikinn og spiluðu frábærlega það sem eftir lifði hans. Sigurinn var því að lokum fyllilega sanngjarn og Selfoss er komið á blað í deildinni.