Nátthagi Þar myndaðist þessi fallegi hraunhellir. Merki eru um að kvika sé enn að koma upp á yfirborðið. Henni fylgir m.a. afgösun.
Nátthagi Þar myndaðist þessi fallegi hraunhellir. Merki eru um að kvika sé enn að koma upp á yfirborðið. Henni fylgir m.a. afgösun. — Morgunblaðið/Eggert
Glóð sást í hrauninu frá gígnum í Geldingadölum í fyrrinótt og stöðug afgösun á sér stað í eldstöðinni. Það bendir til þess að það sé virkni þarna undir og kvika að koma inn, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla...

Glóð sást í hrauninu frá gígnum í Geldingadölum í fyrrinótt og stöðug afgösun á sér stað í eldstöðinni. Það bendir til þess að það sé virkni þarna undir og kvika að koma inn, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

„Við vitum ekki hvað kvikustreymið er mikið nú í augnablikinu, en mig grunar að kvika sé að fara þarna inn í hraunið þótt við sjáum það ekki,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði í gær að ástandið minnti á hvernig það var áður en síðasta goshrina hófst.

Tíminn á milli goshrina hefur verið að lengjast. Mögulega getur það bent til þess að það sé að draga úr gosinu. „Framleiðnin er það lítil að hún má ekki detta mikið niður til þess að gosið hætti,“ sagði Þorvaldur. Meðalframleiðnin í gosinu hefur verið á bilinu 6-8 rúmmetrar á sekúndu. Hann sagði að miðað hafi verið við að fari framleiðnin niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu nái kvikan ekki að halda gosrásinni opinni.

Hætti að gjósa þarna má búast við gosi annars staðar því svæðið er komið af stað. gudni@mbl.is