Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar flytja Gran Partítu, stóru blásaraserenöðuna eftir Mozart, í kvöld í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu kl. 20.
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar flytja Gran Partítu, stóru blásaraserenöðuna eftir Mozart, í kvöld í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu kl. 20. Gran Partíta er af mörgum talin krúnudjásn hinnar klassísku blásarahefðar á 18. öld sem gjarnan er nefnd „Harmonie-musik“. Serenaðan er í sjö þáttum og var henni síðar gefinn undirtitillinn Gran Partíta vegna óvenjulegrar stærðar og glæsileika. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr er skipaður tveimur óbóum, tveimur klarínettum, tveimur hornum og tveimur fagottum.