30 ára Sigfinnur er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði, en býr á Breiðavaði í Eiðaþinghá. Hann er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri hjá Austurbrú.
30 ára Sigfinnur er fæddur og uppalinn á Höfn í Hornafirði, en býr á Breiðavaði í Eiðaþinghá. Hann er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri hjá Austurbrú. „Ég er aðallega að vinna að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland. Núna er ég m.a. að koma að þróunarmálum og verkefnum með samstarfsaðilum okkar, sem eru þá ferðaþjónustufyrirtæki hérna á Austurlandi.

Áhugamál mín eru snjóbretti og skíði á veturna og svo tók ég upp á því í sumar að byrja í utanvegahlaupum. Mitt helsta áhugamál núna er því að hlaupa úti í náttúrunni.“

Fjölskyldan Sigfinnur er í sambúð með Guðlaugu Margréti Jóhannsdóttur, f. 1993, ferðamálafræðingi. Hún vinnur hjá Vök Baths. Dóttir þeirra er Sóley Birta, f. 2021. Foreldrar Sigfinns eru Björn Sigfinnsson, f. 1962, kennari í Grunnskóla Hornafjarðar, og Ester Þorvaldsdóttir, f. 1961, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarstjóri í Hornafirði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.