Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir. — Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Fjármál Þrjár ungar konur standa að aðganginum Fortuna Invest á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær miðla fræðslu um fjárfestingar.

Fjármál Þrjár ungar konur standa að aðganginum Fortuna Invest á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær miðla fræðslu um fjárfestingar.

Markmið fræðslunnar er að breyta umræðunni um fjárfestingar og auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði, segir Aníta Rut Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og einn stofnenda Fortuna Invest.

„Okkur fannst í fyrsta lagi þörf á að auka aðgengi að auðskiljanlegum upplýsingum um fjárfestingar. Með fræðslunni vildum við sérstaklega stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði.“

12 þúsund fylgjendur

Fræðslan hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur en þegar þessi frétt er skrifuð eru fylgjendur Fortuna Invest á Instagram rúmlega tólf þúsund talsins.

Mörg spennandi verkefni eru fram undan hjá Fortuna Invest en of snemmt er að greina frá því hver þau eru nákvæmlega, segir Aníta, innt eftir því. „Við ætlum okkur alla vega stóra hluti, það er óhætt að segja það.“ unnurfreyja@mbl.is