Hnefi Einn munanna sem fundist hafa.
Hnefi Einn munanna sem fundist hafa. — Ljósmynd/Lilja Björk Pálsdóttir
Enn er grafið í landi Fjarðar í Seyðisfirði og segir Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Antikva, að ýmislegt hafi komið í ljós síðustu daga.

Enn er grafið í landi Fjarðar í Seyðisfirði og segir Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Antikva, að ýmislegt hafi komið í ljós síðustu daga. Þannig hafi verið komið niður á beinalag, sem fornleifafræðingar velti fyrir sér hvort ekki hafi verið í kumli frá landnámsöld, sem orðið sé mikið raskað.

Í síðustu viku var komið niður á kuml þar sem m.a. fundust höfuðkúpa, önnur mannabein og hestur, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag. Á mánudag fannst hnefi úr hnefatafli, á svipuðum stað og áður höfðu fundist rafperla og rónaglar.

Við rannsóknina í Seyðisfirði hefur að sögn Ragnheiðar fundist mikið af dýrabeinum. Áfram verður haldið að grafa í landi gamla landnámsbæjarins í Firði a.m.k. út vikuna, en veður var erfitt til útivinnu í Seyðisfirði í gær.