Janet Yellen
Janet Yellen
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði bankanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings við því í gær að sjóðir bandaríska alríkisins muni klárast 18. október næstkomandi, samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka skuldaþak þess fyrir þann tíma.

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði bankanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings við því í gær að sjóðir bandaríska alríkisins muni klárast 18. október næstkomandi, samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka skuldaþak þess fyrir þann tíma.

Sagði Yellen óvíst að hægt yrði að standa við allar skuldir Bandaríkjanna eftir þann dag, en hart er nú deilt í öldungadeild þingsins um hvort hækka eigi þakið.

Greiddu allir repúblikanar í deildinni gegn tillögu þess efnis í fyrradag, og sagði Mitch McConnell, leiðtogi þeirra í öldungadeild, að demókratar yrðu að leysa þennan vanda á eigin spýtur. Sagði Yellen vandann hins vegar vera þverpólitískan og á ábyrgð beggja flokka.