Ásthildur Kjartansdóttir
Ásthildur Kjartansdóttir
Kvikmyndahátíðin Nordatlantiske Filmdage fer fram 30. september til 10.

Kvikmyndahátíðin Nordatlantiske Filmdage fer fram 30. september til 10. október í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á þá farsælu þróun sem átt hefur sér stað í íslenskri kvikmyndagerð upp á síðkastið, að því er segir í tilkynningu.

Íslensku myndirnar eru Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson, Fúsi eftir Dag Kára Pétursson, Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur. Rúnar, Ásthildur og Benedikt munu spjalla um kvikmyndir sínar að loknum sýningum og verða hinar kynntar af dönskum kvikmyndafræðingum.

Í lok hátíðar mun Norðurbryggja bjóða upp á sérstaka hátíðarsýningu á Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson heitinn, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, og mun kvikmyndatökumaðurinn Sturla Brandth Grøvlen kynna myndina en hann lauk við gerð hennar eftir fráfall Jóhanns.