Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kjarninn, vefsíða sem lengi hefur virst leynilega trúlofuð „RÚV“ í margvíslegu bralli, segir:

Kjarninn, vefsíða sem lengi hefur virst leynilega trúlofuð „RÚV“ í margvíslegu bralli, segir:

Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð mönnum inn á þing í alþingiskosningum laugardagsins mun flokkurinn fá framlög úr ríkissjóði næstu fjögur ár, líklega um 30 milljónir króna á ári eða um 120 milljónir á kjörtímabilinu, í samræmi við fylgið sem flokkurinn fékk í kosningunum, 4,1 prósent.

Þetta fé ætlar flokkurinn meðal annars að nota til þess að fjármagna róttækan fjölmiðil, samkvæmt því sem Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sagði í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Slíkur miðill er þegar til og Gunnar Smári verið í forgrunni hjá Samstöðinni, sem er „samfélags-sjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla,“ eins og segir á vef stöðvarinnar.

Við ætlum að byggja upp fjöl-miðla til að styrkja rödd hinna fátæku og kúguðu,“ sagði Gunnar Smári í viðtalinu.“

Gæti ekki farið vel á því að hinir fátæku og kúguðu byrjuðu á því að borga til baka milljónatugina sem þeir hlupu frá síðast þegar Fréttatíminn þeirra fór á hausinn?