— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Það blés rækilega í Ísafjarðarhöfn í veðurofsanum í gær. Rúmlega eitt hundrað útköll bárust björgunarsveitunum. Flest útkallanna vörðuðu ökumenn bifreiða.

Það blés rækilega í Ísafjarðarhöfn í veðurofsanum í gær. Rúmlega eitt hundrað útköll bárust björgunarsveitunum. Flest útkallanna vörðuðu ökumenn bifreiða. „Seinnipartinn fór að bera á tilkynningum um ökumenn bifreiða á furðulegustu stöðum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Talið var að krapastífla hefði myndast í Sauðá og voru nokkrar íbúðir á Sauðárkróki rýmdar stuttu eftir hádegi. Um áttaleytið var orðið ljóst að ekki var um krapastíflu að ræða og rýmingu aflétt. 2